Breytingar að sumardagskrá 2020

Breytingar að sumardagskrá 2020

Vegna ástandins sem hefur skapast vegna Covid 19 og þeirra takmarkana sem settar hafa verið á samkomuhald vegna þess munu verða talsverðar breytingar

 á mótshaldi Hvítasunnukirkjunnar sumarið 2020. 

Þannig munu falla niður bæði Vinabúðir sem halda átti í Kirkjulækjarkoti 15.-19. júní og Sumarmótið sem halda átti í Stykkishólmi 12.-1. júní.

Enn er stefnt að því að halda viðburð í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelginna en ljóst er að hann mun verða með mjög ólíku sniði frá því sem hingað til hefur verið. Beðið er frekari upplýsinga frá yfirvöldum og verður ákvörðunin auglýst betur eftir að hún hefur verið tekin.